Um okkur
Öryggisskóli iðnaðarins var stofnaður í janúar 2024 og er í eigu fræðslumiðstöðva iðnaðarins, Iðunnar og Rafmenntar. Skólinn varð til sem svar við alvarlegum áskorunum í byggingariðnaði, þar sem slys og dauðsföll hafa verið of tíð.
Báðar fræðslustofnanir hafa lengi lagt mikla áherslu á öryggismál og fræðslu tengda þeim. Með stofnun Öryggisskólans voru þessir kraftar sameinaðir í eitt öflugt verkefni sem hefur það markmið að efla öryggi, auka vitund og stuðla að betri starfsháttum á íslenskum vinnustöðum.
Í upphafi verður lögð sérstök áhersla á viðhorfsbreytingu í öryggismálum. Námið er ætlað bæði stjórnendum sveitarfélaga og fyrirtækja, verkstjórum og öðru starfsfólki sem kemur að verklegum framkvæmdum. Markmiðið er að skapa öruggari vinnustaði þar sem forvarnir og ábyrgð eru í fyrirrúmi.
Starfsfólk

Stjórn

