Öryggiskóli iðnaðarins
NámskeiðFréttirStyrkirUm okkur

Persónuverndarstefna Öryggisskóla iðnaðarins

Uppfært: 15. desember 2025

Öryggisskólinn leggur ríka áherslu á örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga. Markmið persónuverndarstefnunnar er að tryggja að öll vinnsla persónuupplýsinga fari fram í samræmi við gildandi lög og reglur.

Öryggisskólinn takmarkar alla óþarfa vinnslu persónuupplýsinga og safnar ekki upplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er til að veita þá þjónustu sem skólinn býður upp á.

Ábyrgðaraðili

Öryggisskólinn er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga. Samskiptaupplýsingar ábyrgðaraðila, þar á meðal heimilisfang, netfang og símanúmer, eru aðgengilegar á heimasíðu Öryggisskólans.

Lagagrundvöllur vinnslu

Öll vinnsla persónuupplýsinga hjá Öryggisskólanum, þar með talin öflun, skráning, vistun og önnur meðferð gagna, fer fram í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og aðrar reglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra („persónuverndarlög“).

Vinnsla persónuupplýsinga byggir á einum eða fleiri af eftirfarandi lagagrundvöllum, eftir því sem við á:

  • samningi við viðskiptavin,
  • lagaskyldu,
  • samþykki viðkomandi,
  • lögmætum hagsmunum Öryggisskólans.

Söfnun persónuupplýsinga

Til að geta nýtt þá þjónustu sem Öryggisskólinn býður upp á veitir viðskiptavinur persónuupplýsingar við skráningu, eða með öðrum hætti, svo sem með samskiptum í gegnum vefsíðu, tölvupóst eða síma.

Upplýsingar sem viðskiptavinur veitir

Persónuupplýsingar sem viðskiptavinur kann að veita geta meðal annars verið:

  • nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer.

Upplýsingar sem við söfnum

Þegar þú nýtir þjónustu Öryggisskólans getum við safnað eftirfarandi upplýsingum:

  • Persónugreinanlegum upplýsingum, svo sem nafni, kennitölu, netfangi, símanúmeri og heimilisfangi.
  • Viðskiptaupplýsingum, svo sem upplýsingum um kaup, greiðslur og greiðslukortasamþykki.
  • Samskiptaupplýsingum, svo sem upplýsingum um samskipti þín við Öryggisskólann.
  • Tæknilegum upplýsingum, svo sem IP-tölu, tungumálastillingum, vafrastillingum, tímabelti og sambærilegum gögnum.
  • Landfræðilegum upplýsingum, svo sem almennri staðsetningu.

Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til að Öryggisskólinn geti efnt samningsskyldur sínar og veitt þá þjónustu sem óskað er eftir.

Notkun persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar eru meðal annars notaðar í eftirfarandi tilgangi:

  • til að svara fyrirspurnum og bregðast við óskum viðskiptavina,
  • til að veita þjónustu, svo sem skráningu á námskeið og afgreiðslu umsókna,
  • til að senda mikilvægar stjórnunarupplýsingar, svo sem breytingar á skilmálum, stefnum og þjónustu,
  • til að senda fréttabréf, upplýsingar um námskeið, fræðsluframboð, viðburði og kynningar,
  • til markaðstengdra verkefna og sérsniðinnar upplýsingagjafar,
  • til að bæta og þróa þjónustu, starfsemi og vefsíðu Öryggisskólans,
  • til innri stjórnunarmála, greiningar, áætlanagerðar og markaðsrannsókna,
  • til að meta ánægju viðskiptavina og skilvirkni kynningarherferða.

Öryggisskólinn safnar einnig ópersónugreinanlegum tölfræðilegum gögnum, svo sem upplýsingum um fjölda nemenda, sveinsprófstaka og meistaranema, flokkað eftir kyni og búsetu.

Samþykki og afturköllun þess

Þegar vinnsla persónuupplýsinga byggir á samþykki hefur viðskiptavinur rétt á að afturkalla samþykki sitt hvenær sem er. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem þegar hefur farið fram. Hægt er að afturkalla samþykki með því að afskrá sig af póstlista eða hafa samband við Öryggisskólann.

Miðlun persónuupplýsinga

Í ákveðnum tilvikum getur Öryggisskólinn deilt persónuupplýsingum með þriðju aðilum sem tengjast tilteknum verkefnum. Slík miðlun fer eingöngu fram í þeim tilgangi sem tilgreindur er og í samræmi við persónuverndarlög.

Flutningur gagna utan EES

Persónuupplýsingar eru ekki fluttar út fyrir Evrópska efnahagssvæðið (EES).
(Ef slíkur flutningur á sér stað verður tryggt að hann fari fram í samræmi við persónuverndarlög og viðeigandi verndarráðstafanir.)

Sjálfvirk ákvarðanataka

Öryggisskólinn beitir ekki sjálfvirkri ákvarðanatöku eða prófíleringu í skilningi persónuverndarlaga.

Geymsla og öryggi persónuupplýsinga

Öryggisskólinn geymir persónuupplýsingar með öruggum hætti og í samræmi við lög og reglur sem gilda um hverja vinnslu fyrir sig.

Persónuupplýsingar eru einungis geymdar í þann tíma sem nauðsynlegt er. Að þeim tíma loknum er þeim eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar í samræmi við persónuverndarlög.

Réttindi skráðra einstaklinga

Samkvæmt persónuverndarlögum eiga viðskiptavinir Öryggisskólans rétt á:

  • aðgangi að eigin persónuupplýsingum,
  • upplýsingum um hvernig þær eru unnar,
  • leiðréttingu rangra eða ófullnægjandi upplýsinga,
  • eyðingu eða takmörkun vinnslu í ákveðnum tilvikum,
  • flutningi persónuupplýsinga þegar það á við.

Telji einstaklingur að vinnsla persónuupplýsinga hans samrýmist ekki persónuverndarlögum á hann rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar.

Breytingar á persónuverndarstefnu

Öryggisskólinn áskilur sér rétt til að uppfæra þessa persónuverndarstefnu þegar þörf krefur. Gildandi útgáfa er ávallt aðgengileg á heimasíðu skólans.

Öryggisskóli iðnaðarins

Stórhöfði 27, 110 Reykjavík

Kt. 610125-0770

546-7900

oryggisskolinn@oryggisskolinn.is

Tenglar

  • Námskeið
  • Fréttir
  • Styrkir
  • Um okkur
Fylgdu okkur:
FacebookLinkedInInstagram

© 2026 Öryggisskóli iðnaðarins. Allur réttur áskilinn.

Í sameiginlegri eigu Iðunar og Rafmenntar

Persónuverndarstefna•Öryggisstefna•EKKO-stefna