
Um námskeiðið:
Námskeiðið fjallar um hvernig hægt er að efla öryggismenningu í bygginga- og mannvirkjageiranum með nýrri, nútímalegri nálgun sem leggur áherslu á að vinna með aðferðir, aðstæður og vinnuumhverfi.
Þátttakendur læra hvernig traust, opnar umræður og markviss lærdómur geta stutt við breytingar á viðhorfum og skapað öruggara og stöðugra vinnuumhverfi.
Markmið:
Markmiðið er að byggja ofan á þann öryggisþekkingargrunn sem þátttakendur þegar hafa og bjóða upp á nýja nálgun sem hjálpar til við að endurhugsa hefðbundna sýn og nálgast öryggismál á dýpri og markvissari hátt.
- Skilja helstu meginreglur nýrrar öryggisnálgunar og hvernig hún breytir hefðbundnum áherslum
- Læra að greina hættur, veikleika og gildrur í verkferlum og skipulagi
- Þróa færni í að spyrja opnar, gagnlegar spurningar og byggja upp traust á verkstöðum
- Fá skýra innsýn í hvernig stjórnendur geta leitt öryggisstarf með áherslu á lærdóm, samvinnu og umbætur
Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja styrkja öryggismenningu, bæta ákvarðanatöku og auka faglegan árangur í bygginga- og mannvirkjageiranum.
- Stjórnendur, verkstjórar og verkefnastjórar sem vilja leiða breytingar á vinnustað
- Gæðastjórar og öryggisstjórar sem vilja efla kerfisbundið öryggis- og gæðastarf
- Fyrirtækjaeigendur og lykilákvarðendur sem vilja fjárfesta í öruggari og skilvirkari starfsemi
- Verkkaupa í opinberum og einkareknum framkvæmdum sem vilja tryggja gæði og öryggi frá fyrstu ákvörðun
- Opinbera starfsmenn sem starfa við útboð, útboðsgerð og verkkaupaferli og vilja byggja inn sterkari öryggissjónarmið
- Alla sem hafa áhrif á öryggi, skipulag eða framkvæmd verkefna
Skipulag:
Námið er staðarnám og kennt frá 09:00 – 12:30. Kennt verður á föstudögum.
Ávinningur:
Námskeiðið veitir þátttakendum skýra og hagnýta innsýn í hvernig hægt er að byggja upp öruggara, skilvirkara og faglegra vinnuumhverfi með nútímalegri nálgun á öryggisstarf. Þú færð meðal annars:
- Nýja sýn á öryggi – frá einstaklingsáherslu yfir í greiningu á kerfum, aðstæðum og vinnuflæði
- Betri ákvarðanatöku með dýpri skilningi á því hvað raunverulega skapar áhættu
- Öflugri samskiptafærni sem stuðlar að trausti, gagnsæi og opnum umræðum
- Verkfæri til að læra af atvikum og breyta frávikum í umbótatækifæri
- Sterkari öryggismenningu sem byggir á fagmennsku og stöðugri þróun
- Hagnýtar, innleiðanlegar aðferðir sem nýtast strax í daglegum aðstæðum

Eyjólfur Bjarnason
Byggingatæknifræðingur
Dagsetningar:
20. febrúar 2026
Lengd:
09:00 – 12:30
Staðsetning:
Stórhöfði 27